Frumvarp um fæðingarorlof afleitt að mati verðandi móður Ari Brynjólfsson skrifar 5. nóvember 2019 08:00 Þuríður Ósk Sveinsdóttir á að eiga í janúar 2020, eftir að nýjar reglur um fæðingarorlof félagsráðherra eiga að taka gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frumvarp félagsmálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs felur í sér að bæta við rétt hvors foreldris um sig. Kona sem á von á barni í byrjun næsta árs gagnrýnir ósveigjanleika í reglunum. Þetta fer gegn leiðbeiningum landlæknis um að hafa barn á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni.„Það er frábært að verið sé að lengja fæðingarorlofið, en með þessum fyrirhuguðu breytingum er verið að taka frá foreldrum valið um hvað hentar hverri fjölskyldu best með því að skipta mánuðunum niður með þessum hætti,“ segir Þuríður Ósk Sveinsdóttir, en hún á að eiga barn í janúar. Ef fyrirhugað frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, verður orðið að lögum lengist fæðingarorlofið um áramótin úr níu mánuðum í tíu. Ári síðar bætist svo við einn mánuður til viðbótar. Er þetta í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamninganna um að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um áramótin bætist einn mánuður við sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig, en sameiginlegur réttur fer úr þremur niður í tvo. Í dag fá foreldrar þrjá mánuði hvort um sig og þrjá mánuði í sameiginlegan rétt. „Feður geta því miður ekki gefið brjóst. Sumar konur vilja hafa börnin lengi á brjósti, svo eru aðrar sem geta ekki verið með barnið sitt á brjósti og þá gefur peli mjög góða næringu,“ segir Þuríður. Með breytingunum hafa mæður í mesta lagi hálft ár til að vera heima með barnið á brjósti. Var hún með eldra barnið sitt á brjósti í meira en ár. „Ég var ekki reiðubúin að minnka brjóstagjöfina mikið eftir aðeins sex mánuði.“ Breytingarnar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem foreldrum eru veittar í bæklingnum Næring ungbarna sem gefinn er út af Embætti landlæknis. „Mælt er með að hafa barnið áfram á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni,“ segir í bæklingnum. Er þá einnig tekið dæmi um máltíðir barna eftir sex mánaða aldur og talað um móðurmjólk á morgnana, í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. „Það gengur ekki upp ef ég á að vera farin að vinna þegar barnið er hálfs árs,“ segir Þuríður. Samkvæmt Embætti landlæknis sýnir rannsókn á 16 til 30 mánaða börnum að börn sem eru lengi á brjósti eru sjaldnar veik og í styttri tíma en börn sem hafa ekki verið á brjósti. Aðrar rannsóknir sýna einnig heilsufarslega jákvæð áhrif móðurmjólkur fyrir heilsu ungbarna og móður, einnig eftir fjögurra mánaða aldur. Nýverið kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, að árlega frá árinu 2015 færu rúmlega 700 feður ekki í fæðingarorlof. Fjöldi mæðra er talsvert minni, um 100 konur á hverju ári. Þuríður kallar eftir meiri sveigjanleika við lengingu fæðingarorlofsins. „Ég tel að það ætti frekar að fjölga þeim mánuðum sem foreldrar hafa í sameiginlegan rétt.“ Lausnin fyrir næsta ár væri frekar að veita hvoru foreldri fyrir sig þriggja mánaða rétt og fjóra mánuði í sameiginlegan rétt. Um áramótin 2021 er svo stefnt að því að hvort foreldri fái fimm mánaða rétt með tvo mánuði í sameiginlegan rétt. Telur hún það afleita hugmynd. „Það er vissulega gott að hvetja feður til að taka fæðingarorlof en það er miklu betra og sanngjarnara að fjölskyldur fái að ákveða það sjálfar hvernig fyrirkomulag á að vera fyrsta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Tengdar fréttir Margrét Erla Maack safnar fyrir fæðingarorlofi á Karolina Fund "Íslenska fæðingarorlofskerfið er illa hannað með tilliti til fólks með fljótandi tekjur,“ segir á Karolina Fund síðu sem stofnuð hefur verið til styrkar skemmtikraftsins Margrétar Erlu Maack og komandi fæðingarorlofs. 12. september 2019 13:30 Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. 30. október 2019 07:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs felur í sér að bæta við rétt hvors foreldris um sig. Kona sem á von á barni í byrjun næsta árs gagnrýnir ósveigjanleika í reglunum. Þetta fer gegn leiðbeiningum landlæknis um að hafa barn á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni.„Það er frábært að verið sé að lengja fæðingarorlofið, en með þessum fyrirhuguðu breytingum er verið að taka frá foreldrum valið um hvað hentar hverri fjölskyldu best með því að skipta mánuðunum niður með þessum hætti,“ segir Þuríður Ósk Sveinsdóttir, en hún á að eiga barn í janúar. Ef fyrirhugað frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, verður orðið að lögum lengist fæðingarorlofið um áramótin úr níu mánuðum í tíu. Ári síðar bætist svo við einn mánuður til viðbótar. Er þetta í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamninganna um að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um áramótin bætist einn mánuður við sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig, en sameiginlegur réttur fer úr þremur niður í tvo. Í dag fá foreldrar þrjá mánuði hvort um sig og þrjá mánuði í sameiginlegan rétt. „Feður geta því miður ekki gefið brjóst. Sumar konur vilja hafa börnin lengi á brjósti, svo eru aðrar sem geta ekki verið með barnið sitt á brjósti og þá gefur peli mjög góða næringu,“ segir Þuríður. Með breytingunum hafa mæður í mesta lagi hálft ár til að vera heima með barnið á brjósti. Var hún með eldra barnið sitt á brjósti í meira en ár. „Ég var ekki reiðubúin að minnka brjóstagjöfina mikið eftir aðeins sex mánuði.“ Breytingarnar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem foreldrum eru veittar í bæklingnum Næring ungbarna sem gefinn er út af Embætti landlæknis. „Mælt er með að hafa barnið áfram á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni,“ segir í bæklingnum. Er þá einnig tekið dæmi um máltíðir barna eftir sex mánaða aldur og talað um móðurmjólk á morgnana, í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. „Það gengur ekki upp ef ég á að vera farin að vinna þegar barnið er hálfs árs,“ segir Þuríður. Samkvæmt Embætti landlæknis sýnir rannsókn á 16 til 30 mánaða börnum að börn sem eru lengi á brjósti eru sjaldnar veik og í styttri tíma en börn sem hafa ekki verið á brjósti. Aðrar rannsóknir sýna einnig heilsufarslega jákvæð áhrif móðurmjólkur fyrir heilsu ungbarna og móður, einnig eftir fjögurra mánaða aldur. Nýverið kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, að árlega frá árinu 2015 færu rúmlega 700 feður ekki í fæðingarorlof. Fjöldi mæðra er talsvert minni, um 100 konur á hverju ári. Þuríður kallar eftir meiri sveigjanleika við lengingu fæðingarorlofsins. „Ég tel að það ætti frekar að fjölga þeim mánuðum sem foreldrar hafa í sameiginlegan rétt.“ Lausnin fyrir næsta ár væri frekar að veita hvoru foreldri fyrir sig þriggja mánaða rétt og fjóra mánuði í sameiginlegan rétt. Um áramótin 2021 er svo stefnt að því að hvort foreldri fái fimm mánaða rétt með tvo mánuði í sameiginlegan rétt. Telur hún það afleita hugmynd. „Það er vissulega gott að hvetja feður til að taka fæðingarorlof en það er miklu betra og sanngjarnara að fjölskyldur fái að ákveða það sjálfar hvernig fyrirkomulag á að vera fyrsta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Tengdar fréttir Margrét Erla Maack safnar fyrir fæðingarorlofi á Karolina Fund "Íslenska fæðingarorlofskerfið er illa hannað með tilliti til fólks með fljótandi tekjur,“ segir á Karolina Fund síðu sem stofnuð hefur verið til styrkar skemmtikraftsins Margrétar Erlu Maack og komandi fæðingarorlofs. 12. september 2019 13:30 Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. 30. október 2019 07:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Margrét Erla Maack safnar fyrir fæðingarorlofi á Karolina Fund "Íslenska fæðingarorlofskerfið er illa hannað með tilliti til fólks með fljótandi tekjur,“ segir á Karolina Fund síðu sem stofnuð hefur verið til styrkar skemmtikraftsins Margrétar Erlu Maack og komandi fæðingarorlofs. 12. september 2019 13:30
Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. 30. október 2019 07:45