Seinni bylgjan: Þegar ÍBV var með peninga var gaman í Eyjum og enginn að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 11:32 Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24
Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00