Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 14:49 Stríð eiturlyfjahringja hefur staðið í Mexíkó um langt skeið. Getty Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira