Fótbolti

Cristiano Ronaldo með 5,9 milljarða á ári í tekjur af Instagram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo er alls með 187 milljónir fylgjendur á Instagram sem er ótrúleg tala.
Cristiano Ronaldo er alls með 187 milljónir fylgjendur á Instagram sem er ótrúleg tala. Getty/Jeff Spicer
Enginn í heiminum hefur meiri tekjur af Instagram en portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Á þessum lista er hann með yfirburðarforystu á Lionel Messi.

Cristiano Ronaldo er hreinlega í sérflokki í heiminum þegar kemur að tekjum af samskiptamiðlunum Instagram. Hvorki Lionel Messi, Kendall Jenner eða David Beckham eiga möguleika í hann.

Það vekur athygli að fótboltamenn eru mjög áberandi á topp tíu listanum yfir þá sem fá mestar tekjur í gegnum Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan. Fyrir utan söngkonuna Selena Gomez þá eru þar bara fótboltamenn og meðlimir úr Kardashian-Jenner fjölskyldunni.







Cristiano Ronaldo fær mjög há laun fyrir að spila með Juventus á Ítalíu og er auk þess með marga myndarlega auglýsingasamninga ótengdum Instagram. Peningarnir flæða inn á bankareikninga Portúgalans.

Ronaldo er alls með 187 milljónir fylgjendur á Instagram sem gefur honum líka einstakt tækifæri til að ná til aðdáenda sinna.

Það gefur líka auglýsendum mikla útbreiðslu og fyrirtæki borga allt að eina milljón Bandaríkjadala fyrir birtingu á síðu Ronaldo. Alls hefur Ronaldo 47,8 milljónir Bandaríkjadala eða 5,9 milljarða á ári í tekjur af Instagram.

Ronaldo er næstum því með tvöfalt meiri tekjur af Instagram en Messi sem er í öðru sæti með 23,3 milljónir Bandaríkjadala í tekur af miðlinum.

David Beckham og Ronaldinho eru báðir hættir í fótbolta fyrir talsverðu síðan en komast samt inn á þennan lista. Beckham er í fjórða sætinu en Ronaldinho í því níunda. Ronaldinho er þannig með meiri tekjur af Instagram en Khloe Kardashian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×