„Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 11:30 Björgvin Páll fer um víðan völl í nýrri bók Án Filters. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira