Forsetinn og Hjaltalín opnuðu Iceland Airwaves á elliheimilinu Grund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 12:15 Ísleifur Þórhallsson setur tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í fyrra. Hefð hefur skapast fyrir því að hátíðin sé opnuð formlega á elliheimilinu Grund. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“ Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“
Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira