Forsetinn og Hjaltalín opnuðu Iceland Airwaves á elliheimilinu Grund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 12:15 Ísleifur Þórhallsson setur tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í fyrra. Hefð hefur skapast fyrir því að hátíðin sé opnuð formlega á elliheimilinu Grund. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“ Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“
Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira