Forsetinn og Hjaltalín opnuðu Iceland Airwaves á elliheimilinu Grund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 12:15 Ísleifur Þórhallsson setur tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í fyrra. Hefð hefur skapast fyrir því að hátíðin sé opnuð formlega á elliheimilinu Grund. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“ Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett á elliheimilinu Grund í morgun. Búist er við allt að tíu þúsund gestum á hátíðina í ár. Þetta er í 21. sinn sem hátíðin fer fram en í ár koma fram 150 hljómsveitir á alls um 200 tónleikum næstu fjóra daga að sögn Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu Live. „Ég var að koma af Grund sem að er nú svona einn uppáhalds parturinn minn af þessu á hverju ári. Á elliheimilinu Grund er hátíðin formlega opnuð og forsetinn talar og Hjaltalín var að spila og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað útlendingunum finnst þetta merkilegt, að fara inn á elliheimili klukkan hálfellefu um morgun og sjá þar hátíðina opnaða,“ segir Ísleifur. „Þau taka svo vel á móti okkur alltaf og þau gera æfingar með gestunum fyrst og svo er farið í tónlistina og þetta er alveg einstakt.“ Erlendir gestir eru um eða yfir helmingur þeirra sem sækja hátíðina en miðasala stendur enn yfir. „Það selst alveg í vikunni og yfir hátíðina og við líka vorum í fyrsta skipti að setja dagpassa í sölu þannig að fólk geti keypt bara einn og einn dag ef það hefur ekki tíma til að taka alla dagana. Þannig að ég held að þetta séu svona á milli átta og tíu þúsund gestir,“ segir Ísleifur. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár en að þessu sinni kveðst Ísleifur nokkuð bjartsýnn á að reksturinn gangi betur. „Ég held að við séum að nálgast það að ná að vera á núlli þannig að það lítur út fyrir að við séum að fá einhverja formúlu þannig að við getum haldið flotta hátíð sem er öllum til sóma og allir ánægðir með og við námu að reka hana á núlli svona tiltölulega vandræðalaust, það virðist vera að hafast,“ segir Ísleifur. Þótt fjöldi erlendra tónlistarmanna komi fram á hátíðinni ríkir ekki síður eftirvænting fyrir þeim íslensku. „Á hverju einasta kvöldi er eitthvað skemmtilegt og það er náttúrleg best að fara inn í appið og kynna sér dagskrána en náttúrlega stærstu tónleikarnir í ár eru Of Monsters and Men í Valshöll á laugardag og maður finnur að það er mikil spenna fyrir því.“
Airwaves Eldri borgarar Forseti Íslands Menning Reykjavík Tónlist Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Sjá meira