Sportpakkinn: Rúnar Páll vildi fá Óla Jóh til Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 16:13 Rúnar Páll er að hefja sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. Þar verður hann með Ólaf Jóhannesson sér við hlið. mynd/stöð 2 Rúnar Páll Sigmundsson sem hefur þjálfað Stjörnuna undanfarin ár og framlengdi í haust samning sinn við félagið. Nú hefur fengið einn reyndasta þjálfara landsins, Ólaf Jóhannesson, sér við hlið. Arnar Björnsson ræddi við Rúnar Pál eftir blaðamannafundinn þar sem Ólafur var kynntur sem meðþjálfari hans. „Ég vel þá menn sem ég vil starfa með. Stjórnin gerir það ekki, ég geri það sjálfur. Stjórnin var til í þetta spennandi verkefni. Við verðum tveir að þjálfa þetta öfluga lið okkar þrátt fyrir að hafa ólíka sýn á fótboltann. Ólafur hefur spilað sitt leikkerfi og ég mitt og sú blanda getur verið mjög öflug,“ sagði Rúnar sem segist hafa átt hugmyndina að samstarfi þeirra.Þið eruð ólíkir og báðir erfiðir í skapinu stundum í hita leiksins. Hvernig heldurðu að ykkur gangi að vinna saman? „Bara mjög vel. Við þekkjumst ágætlega og ég held að sú blanda geti verið hrikalega öflug. Við erum báðir fullorðnir menn og ræðum málin opinskátt ef eitthvað kemur upp. Þetta snýst á endanum um að gera Stjörnuliðið öflugt og samkeppnishæf um að vinna titlana sem eru í boði.“Þurfum við að skoða hliðarlínuna og sjá hvenær þið farið að rífast í leikjum? „Það verður fyrir utan leikina sem við rífumst, inni í klefa fyrir og eftir leiki. Það er hollt að rífast og vera ekki alltaf á sömu skoðun.“ Rúnar segir leikmannahópinn hjá Stjörnunni vera sterkan og engar hugmyndir séu um að fá fleiri leikmenn til liðsins. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og þeir fá tækifæri í vetur. „Það er alveg ljóst að við viljum vera í baráttunni um að vinna titla og komast í Evrópukeppnina aftur. Við eigum eftir að gera Stjörnuliðið hrikalega öflugt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Rúnar Páll vildi fá Óla Jóh Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Sportpakkinn: „Of spennandi tækifæri til að sleppa því“ Ólafur Jóhannesson kveðst spenntur að hefja störf hjá Stjörnunni. 6. nóvember 2019 15:55 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson sem hefur þjálfað Stjörnuna undanfarin ár og framlengdi í haust samning sinn við félagið. Nú hefur fengið einn reyndasta þjálfara landsins, Ólaf Jóhannesson, sér við hlið. Arnar Björnsson ræddi við Rúnar Pál eftir blaðamannafundinn þar sem Ólafur var kynntur sem meðþjálfari hans. „Ég vel þá menn sem ég vil starfa með. Stjórnin gerir það ekki, ég geri það sjálfur. Stjórnin var til í þetta spennandi verkefni. Við verðum tveir að þjálfa þetta öfluga lið okkar þrátt fyrir að hafa ólíka sýn á fótboltann. Ólafur hefur spilað sitt leikkerfi og ég mitt og sú blanda getur verið mjög öflug,“ sagði Rúnar sem segist hafa átt hugmyndina að samstarfi þeirra.Þið eruð ólíkir og báðir erfiðir í skapinu stundum í hita leiksins. Hvernig heldurðu að ykkur gangi að vinna saman? „Bara mjög vel. Við þekkjumst ágætlega og ég held að sú blanda geti verið hrikalega öflug. Við erum báðir fullorðnir menn og ræðum málin opinskátt ef eitthvað kemur upp. Þetta snýst á endanum um að gera Stjörnuliðið öflugt og samkeppnishæf um að vinna titlana sem eru í boði.“Þurfum við að skoða hliðarlínuna og sjá hvenær þið farið að rífast í leikjum? „Það verður fyrir utan leikina sem við rífumst, inni í klefa fyrir og eftir leiki. Það er hollt að rífast og vera ekki alltaf á sömu skoðun.“ Rúnar segir leikmannahópinn hjá Stjörnunni vera sterkan og engar hugmyndir séu um að fá fleiri leikmenn til liðsins. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og þeir fá tækifæri í vetur. „Það er alveg ljóst að við viljum vera í baráttunni um að vinna titla og komast í Evrópukeppnina aftur. Við eigum eftir að gera Stjörnuliðið hrikalega öflugt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Rúnar Páll vildi fá Óla Jóh
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Sportpakkinn: „Of spennandi tækifæri til að sleppa því“ Ólafur Jóhannesson kveðst spenntur að hefja störf hjá Stjörnunni. 6. nóvember 2019 15:55 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55
Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08
Sportpakkinn: „Of spennandi tækifæri til að sleppa því“ Ólafur Jóhannesson kveðst spenntur að hefja störf hjá Stjörnunni. 6. nóvember 2019 15:55