Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína lækkar hagvöxt á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 19:00 Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15
Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56