Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Þjónustusamningur ráðuneytisins við RÚV rennur út um áramót. Fréttablaðið/Pjetur Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira