Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Jóhannes Þór Skúlason er ánægður með innkomu Play á íslenskan flugmarkað. Vísir/Vilhelm „Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
„Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15