„Heill á ný“ með nýju typpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 13:16 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post. Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post.
Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira