Tækifæri til að láta drauminn rætast Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:45 Fjölskyldan nýtur sín á Mallorca og hefur í nógu að snúast. „Ég ákvað að flytja til Mallorca eftir að hafa verið þar í 15 daga í júní í fjölskylduferð, en við fórum 13 saman á æðislega skemmtilegt fjölskylduhótel í Santa Ponsa, Pirates Village, og þar eignaðist ég góða vini sem vinna á hótelinu,“ segir Jóhanna Kristín en hún á tvö börn, þau Katrínu Rosönnu sem er átta ára og Daniel Antonio, fjögurra ára.Vill að börnin læri spænsku „Það hefur lengi verið draumur að flytja til spænskumælandi lands í einhvern tíma svo krakkarnir mínir læri spænsku almennilega, en pabbi þeirra er frá Dóminíska lýðveldinu. Ég kynntist honum þegar ég var skiptinemi þar frá 2009 til 2010.“ Jóhanna, sem talar reiprennandi spænsku, segist leggja ríka áherslu á að börnin læri spænsku. „Ég hef talað spænsku dagsdaglega síðan þá og við töluðum alltaf spænsku heima þegar við bjuggum saman, en krakkarnir hafa ekki alveg náð nógu góðum tökum á tungumálinu, þá aðallega sá yngri. Planið var alltaf að fara til Dóminíska lýðveldisins einhvern tíma í þessa vegferð en eftir utanlandsferðina í júní leist mér svo vel á Mallorca.“ Því er gjarnan fleygt fram að þegar einar dyr lokist, opnist aðrar og á það sannarlega við í tilfelli Jóhönnu. „Þar sem ég var flugfreyja hjá WOW air í tæplega tvö ár og missti vinnuna í lok mars við fall flugfélagsins þá fannst mér þetta tilvalið tækifæri til að láta drauminn rætast. Svo er svo auðvelt fyrir krakkana að læra tungumál meðan þau eru svona ung þannig að ég ákvað bara að skella mér.“Jóhanna Kristín er hér ásamt börnunum sínum, Daníel Antonio og Katrínu Rosanna.Brösug byrjun en þess virði „Ég fór ein út tvisvar sinnum í júlí til að sækja um NIE-númer, sem gefur þér leyfi til að vinna á Spáni og redda alls konar öðrum pappírum, skoða skóla, fara í atvinnuviðtöl og alls konar sem þurfti að vera tilbúið áður en við ákvæðum að flytja út,“ útskýrir Jóhanna. „Ég fékk viðtal hjá TUI, sem er ferðaskrifstofa, og þau vildu ráða mig í vinnu í júlí en þar sem ég var ekki komin með NIE-númerið þá gat ég ekki byrjað strax. Það tók tæplega þrjá mánuði að fá þetta blessaða númer þar sem öll pappírsvinna tekur mjög langan tíma á Spáni.“ Það gekk á ýmsu. „Þetta hefur gengið upp og niður hjá okkur. Þegar við komum til landsins höfðum við fundið íbúð sem við ætluðum að flytja inn í sem reyndist svo vera svindl. Við gistum svo nokkrar nætur hjá vini okkar frá hótelinu en fundum svo litla íbúð sem var hugsuð til bráðabirgða þar til við myndum finna aðra sem hentaði okkur.“ Börnin hafi blómstrað í skólanum. „Krakkarnir byrjuðu í skólanum í september og þeim gengur mjög vel og eru búin að eignast fullt af vinum. Katrín talar miklu betri spænsku núna eftir þrjá mánuði og er einnig að læra katalónsku og ensku, Daníel segir nýtt orð á hverjum degi og skilur meira og meira.“ Biðin eftir tilskildum pappírum og leitin að húsnæði hafi þó tekið á taugarnar. „Fyrir mig er þetta búið að vera svolítið stressandi, þessir fyrstu mánuðir þar sem ég þurfti að bíða svo lengi eftir NIE-númerinu og það gekk ekkert að finna nýja íbúð.“Jóhanna Kristín er óhrædd við að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir.Fjöltyngd og náin fjölskylda En öll él birtir upp um síðir og framtíðin er björt. „Núna loksins, þrem mánuðum síðar, er ég komin með númerið, er að byrja að vinna hjá TUI, krakkarnir í skólanum, við kynntumst yndislegri konu frá Brasilíu sem nær í krakkana úr skólanum, æfum capoeira öll saman tvisvar í viku og erum núna loksins, eftir alls konar vesen, að fara að flytja í góða íbúð.“ „Við komum heim talandi fimm tungumál reiprennandi með þessu áframhaldi. Íslenskuna tölum við okkar á milli, spænskuna tölum við við alla aðra, í skólunum er kennt á katalónsku, enskan er svo kennd í skólanum og svo lærum við portúgölsku í capoeira, en „sjóræningja“-vinir okkar eru allir frá Brasilíu.“ Jóhanna segir fjölskyldu og vini hafa verið skilningsrík. „Ég held að fjölskyldunni og vinum finnist ég vera ansi mikil draumórakona með aðeins of mikla ævintýraþrá. En þau hafa verið ekkert annað en hjálpsöm og þau eru alltaf til staðar fyrir mig. Ég held að þau skilji samt af hverju mig langaði til að gera þetta og þau styðja ákvarðanir mínar.“ Þó sé mikill söknuður eftir ástvinum, bæði mennskum og úr dýraríkinu. „Ég sakna fjölskyldunnar og vina minna mikið. Og kattanna minna, en ég á þrjár kisur. Það hjálpar þó mikið að hugsa að þetta sé bara tímabundið. Svo langar mig afskaplega mikið í hrískúlur frá Freyju.“. Jóhanna segir að framtíðin sé óráðin og það sé viss huggun fólgin í þeirri hugsun að þetta þurfi ekki að vera varanlegt. „Ég er ekki búin að ákveða hvenær ég kem heim. Þetta var upphaflega hugsað sem tímabundin lífsreynsla. Það er samt voða gott að vita það að við getum alltaf farið aftur heim. Sú hugsun er búin að hjálpa mér mikið í gegnum þá erfiðleika sem við höfum þurft að glíma við. Ég hef oft verið við það að fara heim en ég veit að ef ég geri það áður en þetta er fullreynt mun ég sjá eftir því. Núna fyrst er allt loksins að smella saman og lítur út fyrir að þetta muni ganga vel, ég er samt ekki viss um hversu lengi við munum vera hér þar sem ég sé alls konar önnur tækifæri. Þetta kemur allt í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
„Ég ákvað að flytja til Mallorca eftir að hafa verið þar í 15 daga í júní í fjölskylduferð, en við fórum 13 saman á æðislega skemmtilegt fjölskylduhótel í Santa Ponsa, Pirates Village, og þar eignaðist ég góða vini sem vinna á hótelinu,“ segir Jóhanna Kristín en hún á tvö börn, þau Katrínu Rosönnu sem er átta ára og Daniel Antonio, fjögurra ára.Vill að börnin læri spænsku „Það hefur lengi verið draumur að flytja til spænskumælandi lands í einhvern tíma svo krakkarnir mínir læri spænsku almennilega, en pabbi þeirra er frá Dóminíska lýðveldinu. Ég kynntist honum þegar ég var skiptinemi þar frá 2009 til 2010.“ Jóhanna, sem talar reiprennandi spænsku, segist leggja ríka áherslu á að börnin læri spænsku. „Ég hef talað spænsku dagsdaglega síðan þá og við töluðum alltaf spænsku heima þegar við bjuggum saman, en krakkarnir hafa ekki alveg náð nógu góðum tökum á tungumálinu, þá aðallega sá yngri. Planið var alltaf að fara til Dóminíska lýðveldisins einhvern tíma í þessa vegferð en eftir utanlandsferðina í júní leist mér svo vel á Mallorca.“ Því er gjarnan fleygt fram að þegar einar dyr lokist, opnist aðrar og á það sannarlega við í tilfelli Jóhönnu. „Þar sem ég var flugfreyja hjá WOW air í tæplega tvö ár og missti vinnuna í lok mars við fall flugfélagsins þá fannst mér þetta tilvalið tækifæri til að láta drauminn rætast. Svo er svo auðvelt fyrir krakkana að læra tungumál meðan þau eru svona ung þannig að ég ákvað bara að skella mér.“Jóhanna Kristín er hér ásamt börnunum sínum, Daníel Antonio og Katrínu Rosanna.Brösug byrjun en þess virði „Ég fór ein út tvisvar sinnum í júlí til að sækja um NIE-númer, sem gefur þér leyfi til að vinna á Spáni og redda alls konar öðrum pappírum, skoða skóla, fara í atvinnuviðtöl og alls konar sem þurfti að vera tilbúið áður en við ákvæðum að flytja út,“ útskýrir Jóhanna. „Ég fékk viðtal hjá TUI, sem er ferðaskrifstofa, og þau vildu ráða mig í vinnu í júlí en þar sem ég var ekki komin með NIE-númerið þá gat ég ekki byrjað strax. Það tók tæplega þrjá mánuði að fá þetta blessaða númer þar sem öll pappírsvinna tekur mjög langan tíma á Spáni.“ Það gekk á ýmsu. „Þetta hefur gengið upp og niður hjá okkur. Þegar við komum til landsins höfðum við fundið íbúð sem við ætluðum að flytja inn í sem reyndist svo vera svindl. Við gistum svo nokkrar nætur hjá vini okkar frá hótelinu en fundum svo litla íbúð sem var hugsuð til bráðabirgða þar til við myndum finna aðra sem hentaði okkur.“ Börnin hafi blómstrað í skólanum. „Krakkarnir byrjuðu í skólanum í september og þeim gengur mjög vel og eru búin að eignast fullt af vinum. Katrín talar miklu betri spænsku núna eftir þrjá mánuði og er einnig að læra katalónsku og ensku, Daníel segir nýtt orð á hverjum degi og skilur meira og meira.“ Biðin eftir tilskildum pappírum og leitin að húsnæði hafi þó tekið á taugarnar. „Fyrir mig er þetta búið að vera svolítið stressandi, þessir fyrstu mánuðir þar sem ég þurfti að bíða svo lengi eftir NIE-númerinu og það gekk ekkert að finna nýja íbúð.“Jóhanna Kristín er óhrædd við að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir.Fjöltyngd og náin fjölskylda En öll él birtir upp um síðir og framtíðin er björt. „Núna loksins, þrem mánuðum síðar, er ég komin með númerið, er að byrja að vinna hjá TUI, krakkarnir í skólanum, við kynntumst yndislegri konu frá Brasilíu sem nær í krakkana úr skólanum, æfum capoeira öll saman tvisvar í viku og erum núna loksins, eftir alls konar vesen, að fara að flytja í góða íbúð.“ „Við komum heim talandi fimm tungumál reiprennandi með þessu áframhaldi. Íslenskuna tölum við okkar á milli, spænskuna tölum við við alla aðra, í skólunum er kennt á katalónsku, enskan er svo kennd í skólanum og svo lærum við portúgölsku í capoeira, en „sjóræningja“-vinir okkar eru allir frá Brasilíu.“ Jóhanna segir fjölskyldu og vini hafa verið skilningsrík. „Ég held að fjölskyldunni og vinum finnist ég vera ansi mikil draumórakona með aðeins of mikla ævintýraþrá. En þau hafa verið ekkert annað en hjálpsöm og þau eru alltaf til staðar fyrir mig. Ég held að þau skilji samt af hverju mig langaði til að gera þetta og þau styðja ákvarðanir mínar.“ Þó sé mikill söknuður eftir ástvinum, bæði mennskum og úr dýraríkinu. „Ég sakna fjölskyldunnar og vina minna mikið. Og kattanna minna, en ég á þrjár kisur. Það hjálpar þó mikið að hugsa að þetta sé bara tímabundið. Svo langar mig afskaplega mikið í hrískúlur frá Freyju.“. Jóhanna segir að framtíðin sé óráðin og það sé viss huggun fólgin í þeirri hugsun að þetta þurfi ekki að vera varanlegt. „Ég er ekki búin að ákveða hvenær ég kem heim. Þetta var upphaflega hugsað sem tímabundin lífsreynsla. Það er samt voða gott að vita það að við getum alltaf farið aftur heim. Sú hugsun er búin að hjálpa mér mikið í gegnum þá erfiðleika sem við höfum þurft að glíma við. Ég hef oft verið við það að fara heim en ég veit að ef ég geri það áður en þetta er fullreynt mun ég sjá eftir því. Núna fyrst er allt loksins að smella saman og lítur út fyrir að þetta muni ganga vel, ég er samt ekki viss um hversu lengi við munum vera hér þar sem ég sé alls konar önnur tækifæri. Þetta kemur allt í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira