Berst fyrir lífi sínu eftir alvarlegt bílslys í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 Hanna Margrét lenti í alvarlegu bílslysi á leið sinni til vinnu í síðustu viku. Mynd/Aðsend Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira