„Ég var fljótasta stelpan í Bandaríkjunum en svo samdi ég við Nike“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 10:00 Mary Cain kemur hér fyrst í mark í hlaupi þegar allt var í blóma. Getty/Bill Frakes Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan. Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan.
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira