Dómur mildaður yfir Sigurði í Skáksambandsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2019 15:05 Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið reglulegur gestur í dómssal undanfarin tvö ár. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár. Þetta staðfestir Hilmar Magnússon, verjandi Sigurðar, í samtali við Vísi. Sigurður var dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar. Frá refsingunni dregst þriggja mánaða gæsluvarðhald sem Sigurði var gert að sæta á sínum tíma á meðan rannsókn málsins stóð. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm í héraði og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm í héraði, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.Formaður skáksambandsins tók við pakkanum Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Athygli vakti að Sigurður tjáði sig ekkert um málið við aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Sigurður hlaut í fyrra tuttugu mánaða dóm fyrir skattsvik. Sigurður komst í sviðsljósið í ársbyrjun 2018 þegar þáverandi eiginkona hans féll á milli hæða og lamaðist í húsi þeirra á Spáni. Síðast þegar fréttist hafði lögregla fallið enn til rannsóknar í samstarfi við lögregluna á Spáni. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár. Þetta staðfestir Hilmar Magnússon, verjandi Sigurðar, í samtali við Vísi. Sigurður var dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar. Frá refsingunni dregst þriggja mánaða gæsluvarðhald sem Sigurði var gert að sæta á sínum tíma á meðan rannsókn málsins stóð. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm í héraði og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm í héraði, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.Formaður skáksambandsins tók við pakkanum Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Athygli vakti að Sigurður tjáði sig ekkert um málið við aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Sigurður hlaut í fyrra tuttugu mánaða dóm fyrir skattsvik. Sigurður komst í sviðsljósið í ársbyrjun 2018 þegar þáverandi eiginkona hans féll á milli hæða og lamaðist í húsi þeirra á Spáni. Síðast þegar fréttist hafði lögregla fallið enn til rannsóknar í samstarfi við lögregluna á Spáni.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira