Tölvuleikjanotkun barna í Kína verður takmörkuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Kínverjar hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna. nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira