Reyna að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist af í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2019 14:15 Frá Grímseyjarhöfn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“ Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“
Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17
Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent