Viðskipti innlent

Meniga metið á fimm milljarða

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna.

Fram kemur í ársreikningi Kjölfestu að bókfært virði 12,4 prósenta hlutar í Meniga hafi verið 625 milljónir króna árið 2018. Árið áður var 16,3 prósenta hlutur metinn á 525 milljónir króna.

Þrír bankar fjárfestu í Meniga fyrir þrjár milljónir evra hver í sínu lagi árið 2018. Samtals nam fjárfestingin níu milljónum evra eða um 1,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Um var að ræða Íslandsbanka, Swedbank og Unicredit. Kjölfesta er í eigu 14 fagfjárfesta, þar af 12 lífeyrissjóða. Fjárfestingafélagið er rekið af Kviku banka og ALM Verðbréfum og fjárfestir í smærri og meðalstórum fyrirtækjum.

Aðrar fjárfestingar Kjölfestu eru 30 prósenta hlutur í sjávarútvegsfyrirtækinu Odda og um sex prósenta hlutur í Íslandshótelum. Fjárfestingafélagið á 26 prósenta hlut í S38 sem á 24 prósenta hlut í hótelkeðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×