Nöfn dómþola verða afmáð úr dómum ári eftir birtingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2019 06:15 Rétturinn til að gleymast varð til árið 2014 vegna aukins aðgangs að upplýsingum með tilkomu veraldarvefsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira