Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2019 07:47 Minnisvarðinn um þjóðarmorðið á Armenum í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Getty Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. Málið er mjög viðkvæmt og kemur samþykktin á erfiðum tíma í tvíhliða samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena. Í frétt BBC segir að fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sem sækist nú eftir að verða forsetaefni Demókrata, telji að með atkvæðagreiðslunni í gær sé verið að heiðra minningu hinna látnu. Alls greiddu 405 atkvæði með ályktuninni, en ellefu gegn.Tyrkir fordæma ályktunina Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir atkvæðagreiðsluna hefndaraðgerð vegna hernaðaraðgerða Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi fyrr í mánuðinum. Hefur Tyrklandsstjórn harðlega fordæmt ályktunina. Alls hafa á fjórða tug ríkja viðurkennt morðin sem þjóðarmorð, þar á meðal Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Rússland. Íslensk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. Málið er mjög viðkvæmt og kemur samþykktin á erfiðum tíma í tvíhliða samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena. Í frétt BBC segir að fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sem sækist nú eftir að verða forsetaefni Demókrata, telji að með atkvæðagreiðslunni í gær sé verið að heiðra minningu hinna látnu. Alls greiddu 405 atkvæði með ályktuninni, en ellefu gegn.Tyrkir fordæma ályktunina Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir atkvæðagreiðsluna hefndaraðgerð vegna hernaðaraðgerða Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi fyrr í mánuðinum. Hefur Tyrklandsstjórn harðlega fordæmt ályktunina. Alls hafa á fjórða tug ríkja viðurkennt morðin sem þjóðarmorð, þar á meðal Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Rússland. Íslensk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00