WOW enn á flugi í Tælandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2019 10:45 VietJet air lét sér nægja til að byrja með að setja límmiða á stél vélarinnar og hreyfla. Hún er því ennþá fjólublá og merkt WOW air í bak og fyrir. Instagram/toeychincha Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto
Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira