Dagur í lífi Áslaugar: Mætti gefa sér tíma í tilhugalífið, þaulskipulögð og horfir á The Bachelor Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2019 11:30 Dagarnir eru fjölbreyttir hjá dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma. Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma.
Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira