Dagur í lífi Áslaugar: Mætti gefa sér tíma í tilhugalífið, þaulskipulögð og horfir á The Bachelor Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2019 11:30 Dagarnir eru fjölbreyttir hjá dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma. Ísland í dag Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma.
Ísland í dag Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira