Segir gríðarlegan styrk í að fá Elizu Reid til liðs við Íslandsstofu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 13:14 Eliza Reid mun mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hefur gert áður. vísir/vilhelm Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson. Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson.
Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27