Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 14:08 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans. Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans.
Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda