Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 14:08 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans. Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans.
Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30