Forstjóri Barnaverndarstofu segir að skerpa þurfi á reglugerð um fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 21:27 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fréttablaðið/Anton Brink Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan. Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra og telur að skerpa þurfi á ákvæðum í reglugerð. Hæstiréttur ógilti í dag ákvörðun Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur. Heiða Björg ræddi niðurstöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Barnaverndarstofa taldi nauðsynlegt að biðja um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar, vegna þess að stofan var svo ósátt við að það kæmi fram í þeirri niðurstöðu að það varðaði ekki hagsmuni barns þegar metið væri hvort einstaklingar væru hæfir fósturforeldrar,“ segir Heiða Björg.Sjá einnig: Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar „Vegna þess að þetta varðar grundvallarréttindi barna, að fá hæfa fósturforeldra þó að það liggi ekki fyrir tiltekið barn í málinu.“Margra ára baráttu Freyju fyrir því að koma til greina sem fósturforeldri lauk fyrir dómstólum í dag með sigri. Freyja fagnar sjálf niðurstöðunni og segir hana sýna að ekki sé í boði að dæma fatlað fólk úr leik eingöngu vegna líkamlegs atgervis. „Niðurstaðan laut að því hvort að lægi fyrir því nægilega góðar upplýsingar að heimilt væri að synja umsókninni áður en að umsækjandi færi á námskeið. Þetta er framkvæmd sem viðhöfð hefur verið á Barnaverndarstofu frá upphafi ef ég man rétt en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri ekki nægileg heimild í reglugerð til þess að gera þetta með þessum hætti.“Freyja Haraldsdóttir.Vísir/VilhelmEðlilegt að þetta verði skoðað Heiða Björg segir að Barnaverndarstofa sé ánægð með þá afstöðu sem Hæstiréttur hafi tekið til þess að málið varði grundvallarréttindi barna og hagsmuni fósturbarna, að það megi líta til þannig sjónarmiða þegar við metum einstaklinga. „Málið er bara komið á borð Barnaverndarstofu aftur og fer þá bara í hefðbundin farveg þar.“ Hún segir að þeim þyki eðlilegt að það verði skoðað hvort skerpa þurfi á ákveðnu ákvæði í reglugerð um fóstur. „Til dæmis ef einstaklingar með langan sakarferil sækja um, eða mikil félagsleg afskipti, mikla sögu um neyslu. Er nauðsynlegt að einstaklingar með þannig fortíð sitji löng og ströng námskeið hjá Barnaverndarstofu ef að það liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar í gögnum málsins þannig að það sé hægt að taka ákvörðun án þess?“ Félagslegar aðstæður og heilbrigði fólks þurfa að hennar mati að vera þannig að fósturbarn geti dafnað þar. „Þetta er mikill gleðidagur og rosalegur léttir,“ sagði Freyja í samtali við fréttastofu í dag.Viðtal við Freyju um niðurstöðu Hæstaréttar úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má finna í spilaranum hér að neðan.
Barnavernd Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent