Ætlar ekki að borga Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 06:15 "Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Vísir/Vilhelm „Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
„Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15