Ætlar ekki að borga Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 06:15 "Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Vísir/Vilhelm „Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15