Viðskipti innlent

Kvika greiðir milljónir í sekt til Fjármálaeftirlitsins

Jón Þórisson skrifar
Kvika banki lét hjá líða að tilkynna Fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Vegna þessa hafa bankinn og eftirlitið gert með sér samkomulag um að bankinn greiði sekt að fjárhæð þrjár milljónir.

Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu eftirlitsins. Segir þar að helstu skilyrði þess að viðskiptabanki megi stunda hliðarstarfsemi séu annars vegar að starfsemin sé í eðlilegu framhaldi af fjármálaþjónustu fyrirtækisins og hins vegar að Fjármálaeftirlitinu sé tilkynnt um starfsemina sem fyrirhuguð er.

Í lögunum er kveðið á um að brot lögaðila á þessari tilkynningarskyldu geti numið frá fimm hundruð þúsund krónum til átta hundruð milljóna króna, en geti þó farið umfram það að uppfylltum tilteknum skilyrðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×