Fengum fágaða borgara við brotthvarf McDonald's Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 07:00 Curver Thoroddsen framkvæmdi gjörning árið 2003 þar sem hann borðaði ekkert nema hamborgaratilboð. Fyrsti bitinn var tekinn á McDonald's. Fréttablaðið/Hari Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira