Fengum fágaða borgara við brotthvarf McDonald's Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 07:00 Curver Thoroddsen framkvæmdi gjörning árið 2003 þar sem hann borðaði ekkert nema hamborgaratilboð. Fyrsti bitinn var tekinn á McDonald's. Fréttablaðið/Hari Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira