Hið opinbera fjárfesti í stað niðurgreiðslu skulda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 31. október 2019 06:40 "Opinberar skuldir hafa minnkað mikið á síðustu árum,“ segir Hagfræðideild Landsbankans. Fréttablaðið/Ernir Það er áleitin spurning hvort ekki sé skynsamlegt fyrir hið opinbera, kannski sérstaklega ríkissjóð, að slaka á markmiðum um mikla lækkun skulda í árferði eins og nú ríkir og huga frekar að því að auka fjárfestingar sem nýtast samfélaginu til framtíðar. Þetta segir Hagfræðideild Landsbankans í nýrri hagspá sinni. „Opinberar skuldir hafa minnkað mikið á síðustu árum,“ segir Hagfræðideildin. Stefnt er að því að heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30 prósent af vergri landsframleið í lok ársins.Eignasala „Til þess að ná þessum markmiðum hafa komið til óreglulegar tekjur, t.d. af eignasölu og óreglulegum arðgreiðslum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Reiknað hefur verið með að á árunum 2019-2021 verði hægt að nýta tæplega 120 milljarða tekjur frá fyrirtækjum í ríkiseigu til að greiða niður skuldir,“ segir í hagspánni. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er lagt til að útgjöld ríkissjóðs verði aukin um rúm 10 prósent að nafnvirði frá fyrra ári sem er vel umfram verðlagsþróun og aukningu landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir 0,4 milljarða afgangi á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu, rifjar Hagfræðideildin upp. Áherslur lítið breyst „Það vekur óneitanlega athygli hversu lítið áherslur í fjármálum hins opinbera hafa breyst á síðustu árum, þrátt fyrir mikið breytta samsetningu ríkisstjórna. Það gæti bent til þess að stjórnmálamenn séu almennt sammála um stóru myndina í fjármálum ríkisins. Við það bætist að erfitt er að sveigja mikið frá fjármálaáætlun,“ segir Hagfræðideildin. Landsbankinn gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt síðustu ár. Samkvæmt spánni mun landsframleiðsla dragast lítillega saman á þessu ári og hagvöxtur verður neikvæður um 0,4%. Á næsta ári er reiknað með tveggja prósenta hagvexti og að hann aukist lítillega árin 2021 og 2022. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Það er áleitin spurning hvort ekki sé skynsamlegt fyrir hið opinbera, kannski sérstaklega ríkissjóð, að slaka á markmiðum um mikla lækkun skulda í árferði eins og nú ríkir og huga frekar að því að auka fjárfestingar sem nýtast samfélaginu til framtíðar. Þetta segir Hagfræðideild Landsbankans í nýrri hagspá sinni. „Opinberar skuldir hafa minnkað mikið á síðustu árum,“ segir Hagfræðideildin. Stefnt er að því að heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30 prósent af vergri landsframleið í lok ársins.Eignasala „Til þess að ná þessum markmiðum hafa komið til óreglulegar tekjur, t.d. af eignasölu og óreglulegum arðgreiðslum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Reiknað hefur verið með að á árunum 2019-2021 verði hægt að nýta tæplega 120 milljarða tekjur frá fyrirtækjum í ríkiseigu til að greiða niður skuldir,“ segir í hagspánni. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er lagt til að útgjöld ríkissjóðs verði aukin um rúm 10 prósent að nafnvirði frá fyrra ári sem er vel umfram verðlagsþróun og aukningu landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir 0,4 milljarða afgangi á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu, rifjar Hagfræðideildin upp. Áherslur lítið breyst „Það vekur óneitanlega athygli hversu lítið áherslur í fjármálum hins opinbera hafa breyst á síðustu árum, þrátt fyrir mikið breytta samsetningu ríkisstjórna. Það gæti bent til þess að stjórnmálamenn séu almennt sammála um stóru myndina í fjármálum ríkisins. Við það bætist að erfitt er að sveigja mikið frá fjármálaáætlun,“ segir Hagfræðideildin. Landsbankinn gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt síðustu ár. Samkvæmt spánni mun landsframleiðsla dragast lítillega saman á þessu ári og hagvöxtur verður neikvæður um 0,4%. Á næsta ári er reiknað með tveggja prósenta hagvexti og að hann aukist lítillega árin 2021 og 2022.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent