Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2019 09:02 Loftmynd af húsinu sem Baghdadi hélt til í og svo mynd af svæðinu eftir að húsið hafði verið jafnað við jörðu. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00