Leikur gærkvöldsins og umferðarinnar var klárlega leikur Liverpool og Arsenal en Liverpool komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Þeir mæta Aston Villa á útivelli í 8-liða úrslitunum, ef þeir mæta til leiks.
Manchester United fær D-deildarliðið Colchester United á heimavelli og Manchester City heimsækir C-deildarliðið Oxofrd.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton taka á móti Leicester á heimavelli en lærisveinar Brendan Rodgers hafa verið á rosalegu skriði að undanförnu á meðan Everton hefur verið í brasi.
Leikirnir fara fram í kringum 16. desember.
Oxford United v Man City
Man Utd v Colchester United
Aston Villa v Liverpool
Everton v Leicester
That's the #CarabaoCup quarter-final draw complete!
Thoughts? Use #bbcfootballhttps://t.co/2OKmmQ9VYypic.twitter.com/xTW8ttSgIL
— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019