Enski boltinn

Ekki bara Liverpool þrí­eykið sem er að renna út á samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru algjörir lykilmenn í liði Liverpool og það yrði gríðarlegur missir fyrir félagið að sjá á eftir þeim.
Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru algjörir lykilmenn í liði Liverpool og það yrði gríðarlegur missir fyrir félagið að sjá á eftir þeim. AFP/Adrian Dennis

Leikmenn geta farið frítt frá félögum renni samningur þeirra út og það eru nokkuð margir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í þeirri stöðu í sumar.

Mikið hefur auðvitað verið gert úr því að Liverpool stjörnurnar Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold geta allir farið frítt í sumar. Það eru allt lykilmenn sem myndu skilja eftir sig stórt skarð í Liverpool liðinu.

Það er þó ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning eins og sést á samantekt The Athletic.

Nágrannar þeirra í Everton gætu líka misst sterka menn og það eru fjórir að renna út á samningi hjá West Ham. Hjá Everton eru það Dominic Calvert-Lewin, Idrissa Gueye og fyrirliðinn Séamus Coleman. Hjá West Ham eru það Łukasz Fabiański, Michail Antonio, Vladimír Coufal og varafyrirliðinn Aaron Cresswell.

Victor Lindelöf er sá eini hjá Manchester United sem er að klára samninginn en stuðningsmenn United myndu eflaust óska sér þetta að það væru fleiri í hans hópi.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem gætu farið frítt í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×