Öfluðu milljarðs til að ljúka framkvæmdum félags GAMMA Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 17:45 Máni Atlason, framkvæmdastjóri GAMMA Capital Management hf. Vísir/Egill Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári. GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári.
GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30
Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54
Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15
Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15