Öfluðu milljarðs til að ljúka framkvæmdum félags GAMMA Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 17:45 Máni Atlason, framkvæmdastjóri GAMMA Capital Management hf. Vísir/Egill Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári. GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári.
GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30
Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54
Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15
Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15