Björn Bergmann var í byrjunarliði Rostov en Ragnar var á bekknum. Rostov lentu undir á 43. mínútu er hinn sænski Jordan Larsson skoraði.
Прогулялись по морозной Москве ❄
Исландцы ожидаемо оказались самыми стойкими. pic.twitter.com/KU4ReX9YpG
— Football Club Rostov (@rostovfc) October 31, 2019
Larsson tvöfaldaði forystuna á 59. mínútu en Alexander Dolgov minnkaði muninn fyrir Rostov undir lok leiksins. Nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1.
Spartak Moskvu mætir öðru Íslendingaliði, CSKA Moskvu, í átta liða úrslitunum sem fara fram í byrjun mars 2020.