Frumsýning fyrstu íslensku gay vampírumyndarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 10:22 Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. leikstjórar myndarinnar á frumsýningunni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska „gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana. Steinþór, betur þekktur sem Steindi, segir að Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi, hafi sagt honum og Gauki Úlfarssyni, leikstjóra, hvað „virki í dag“ og það sé víst þetta, gay vampírumynd. Þetta sagði Steindi á frumsýningu myndarinnar á föstudag en Ísland í dag fór og fylgdist með. Myndin er gerð í samstarfi við Leikhópinn X, sem er leikhópur sem stofnaður var árið 2005. Steindi kynntist Hirti Sævari Steinasyni, aðalleikara myndarinnar við framleiðslu þáttanna Góðir landsmenn, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust.Leikhópurinn X hefur ekki setið auðum höndum en þau hafa bæði gert stutta „sketsa“ bæði á Facebook og YouTube og svo hafa þau skrifað handrit að sjónvarpsþáttaseríu. „Það sem mér finnst vera svo skemmtilegt við þetta er að við náðum einhvern vegin að gera mynd á engum tíma. Rúmri viku! Við hugsuðum alltaf: „Guð skapaði heiminn á sjö dögum, við getum skapað þorsta á sjö dögum.“ Við erum ekki minni menn,“ segir Steindi. Það koma margir þekktir Íslendingar fram í myndinni, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og svo lengi mætti telja. Mikil aðsókn var á frumsýninguna og komu svo margir að opna þurfti nýjan sal til að sýna myndina í. Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.Emmsjé Gauti var hæst ánægður með sýninguna.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Már Ólafsson og Haraldur Stefánsson fóru með hlutverk í myndinni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Can og Einar Örn skemmtu sér vel á sýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGaukur Úlfarsson, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Guðrún Olsen, framleiðandi myndarinnar.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAðstandendur myndarinnar voru stoltir af lokaútkomunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirÞað var margt um manninn á frumsýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGuðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins, og eiginkona hans Ylfa.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska „gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana. Steinþór, betur þekktur sem Steindi, segir að Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi, hafi sagt honum og Gauki Úlfarssyni, leikstjóra, hvað „virki í dag“ og það sé víst þetta, gay vampírumynd. Þetta sagði Steindi á frumsýningu myndarinnar á föstudag en Ísland í dag fór og fylgdist með. Myndin er gerð í samstarfi við Leikhópinn X, sem er leikhópur sem stofnaður var árið 2005. Steindi kynntist Hirti Sævari Steinasyni, aðalleikara myndarinnar við framleiðslu þáttanna Góðir landsmenn, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust.Leikhópurinn X hefur ekki setið auðum höndum en þau hafa bæði gert stutta „sketsa“ bæði á Facebook og YouTube og svo hafa þau skrifað handrit að sjónvarpsþáttaseríu. „Það sem mér finnst vera svo skemmtilegt við þetta er að við náðum einhvern vegin að gera mynd á engum tíma. Rúmri viku! Við hugsuðum alltaf: „Guð skapaði heiminn á sjö dögum, við getum skapað þorsta á sjö dögum.“ Við erum ekki minni menn,“ segir Steindi. Það koma margir þekktir Íslendingar fram í myndinni, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og svo lengi mætti telja. Mikil aðsókn var á frumsýninguna og komu svo margir að opna þurfti nýjan sal til að sýna myndina í. Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.Emmsjé Gauti var hæst ánægður með sýninguna.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Már Ólafsson og Haraldur Stefánsson fóru með hlutverk í myndinni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAron Can og Einar Örn skemmtu sér vel á sýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGaukur Úlfarsson, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Guðrún Olsen, framleiðandi myndarinnar.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirAðstandendur myndarinnar voru stoltir af lokaútkomunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirÞað var margt um manninn á frumsýningunni.Vísir/Edda Hersir SigurjónsdóttirGuðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins, og eiginkona hans Ylfa.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira