Illskan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Utanríkismál Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun