Enski boltinn

Guardiola segir City ekki tilbúna í að vinna Meistaradeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ekki tilbúnir segir Guardiola.
Ekki tilbúnir segir Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að lærisveinar hans séu ekki tilbúnir í að vinna Meistaradeildina eins og staðan er núna.

City vann 2-0 sigur á Crystal Palace um helgina í mikilvægum leik í baráttunni við Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Langt er síðan Guardiola vann síðast Meistaradeildina og talið er að City þrái að vinna Meistaradeildina en Spánverjinn segir að liðið sé ekki tilbúið.

„Við fórum illa með mörg tækifæri á síðasta þriðjungnum og við þurfum að vera meira klínískir. Þegar fólk talar um að Meistaradeildin sé aðalmarkmiðið, við erum ekki tilbúnir,“ sagði Guardiola.

„Við sköpuðum mikið og fengum ekkert á okkur en við getum enn bætt okkur. Við erum lið sem hefur síðustu tvö tímabil skorað mikið og skapað mikið. Ég hef ekki áhyggjur af því en við verðum að halda áfram og vinna í þessu.“







Jesus skoraði sitt 50. mark fyrir Manchester City í sigrinum um helgina en Jesus kom til félagsins í janúar 2017 frá Palmeiras fyrir 27 milljónir punda.

„Jesus mun eiga langan feril og með þetta hugarfar mun hann ná árangri. Hann er hungraður og verður mikilvægur framherji. Við erum ánægðir með hann,“ sagði Guardiola.

Hann hrósaði honum í hástert.

„Gabriel hefur verið góður frá byrjun. Því miður hefur hann gengið í gegnum tvö erfið meiðsli og síðasta leiktíð var erfið fyrir hann.“

„Hann er nían hjá Brasilíu. Félagið keypti magnaðan ungan leikmenn fyrir ótrúlega upphæð. Þetta er ein af okkar bestu kaupum,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×