Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 11:19 Kristján Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynntu aðgerðir um einföldun regluverks í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira