Knattspyrnumenn líklegri til að deyja af völdum heilabilunar en aðrir Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 12:29 Tengsl heilabilunar við höfuðhögg í íþróttum hafa mikið verið rædd undanfarið. Í knattspyrnu skalla leikmenn boltann reglulega. Vísir/EPA Fyrrverandi knattspyrnumenn og þrisvar og hálfu sinni líklegri til að láta lífið af völdum heilabilunar en annað fólk á sama aldri. Rannsóknin tengist áhyggjum af því að ítrekuð höfuðhögg í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum geti valdið varanlegum heilaskaða í íþróttafólki. Vísindamenn við Háskólann í Glasgow báru tæplega 7.780 látna fyrrverandi atvinnuknattspyrnumenn sem höfðu leikið á Skotlandi á árunum 1900 til 1976 saman við um 23.000 almenna borgara. Niðurstaðan var að þeir voru töluvert líklegri til að láta lífið vegna heilabilunar en aðrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Knattspyrnusamband Englands og Félag atvinnuknattspyrnumanna á Bretlandi létu gera rannsóknina. Willie Stewart, taugalæknir, sem leiddi rannsóknina segir að í ljós hafi komið að fyrrverandi knattspyrnumennirnir hafi verið allt að fimmfalt líklegri til að fá Alzheimers, fjórfalt líklegri til að fá hreyfitaugungahrörnun og tvöfalt líklegri til að á Parkinson en fólk almennt. Ákveðið var að ráðast í rannsókn af þessu tagi vegna fullyrðinga um að andlát Jeff Astle, fyrrverandi framherji West Bromwich Albion, árið 2002 hafi mátt rekja til ítrekaðra höfuðhögga þegar hann skallaði þungan leðurbolta. Astle var 59 ára gamall þegar hann lést og hafði þjáðst af vitglöpum. Hann reyndist hafa orðið fyrir heilaskemmdum. Þrátt fyrir að rannsóknin nú hafi leitt í ljós auknar líkur knattspyrnumanna á heilabilun sýndi hún einnig að lífslíkur knattspyrnumannanna í heild voru meiri en samanburðarhópsins. Heilaskaði vegna höfuðhögga í íþróttum hefur einnig verið mikið ræddur vestanhafs í tengslum við bandarískan ruðning. Þar hafa fyrrverandi ruðningsmenn látið lífið fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Fyrrverandi knattspyrnumenn og þrisvar og hálfu sinni líklegri til að láta lífið af völdum heilabilunar en annað fólk á sama aldri. Rannsóknin tengist áhyggjum af því að ítrekuð höfuðhögg í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum geti valdið varanlegum heilaskaða í íþróttafólki. Vísindamenn við Háskólann í Glasgow báru tæplega 7.780 látna fyrrverandi atvinnuknattspyrnumenn sem höfðu leikið á Skotlandi á árunum 1900 til 1976 saman við um 23.000 almenna borgara. Niðurstaðan var að þeir voru töluvert líklegri til að láta lífið vegna heilabilunar en aðrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Knattspyrnusamband Englands og Félag atvinnuknattspyrnumanna á Bretlandi létu gera rannsóknina. Willie Stewart, taugalæknir, sem leiddi rannsóknina segir að í ljós hafi komið að fyrrverandi knattspyrnumennirnir hafi verið allt að fimmfalt líklegri til að fá Alzheimers, fjórfalt líklegri til að fá hreyfitaugungahrörnun og tvöfalt líklegri til að á Parkinson en fólk almennt. Ákveðið var að ráðast í rannsókn af þessu tagi vegna fullyrðinga um að andlát Jeff Astle, fyrrverandi framherji West Bromwich Albion, árið 2002 hafi mátt rekja til ítrekaðra höfuðhögga þegar hann skallaði þungan leðurbolta. Astle var 59 ára gamall þegar hann lést og hafði þjáðst af vitglöpum. Hann reyndist hafa orðið fyrir heilaskemmdum. Þrátt fyrir að rannsóknin nú hafi leitt í ljós auknar líkur knattspyrnumanna á heilabilun sýndi hún einnig að lífslíkur knattspyrnumannanna í heild voru meiri en samanburðarhópsins. Heilaskaði vegna höfuðhögga í íþróttum hefur einnig verið mikið ræddur vestanhafs í tengslum við bandarískan ruðning. Þar hafa fyrrverandi ruðningsmenn látið lífið fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33