Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2019 16:49 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm „Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
„Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira