Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2019 06:00 Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í gær en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess. Nordicphotos/Getty Bandarísku hersveitirnar sem staðsettar hafa verið í norðurhluta Sýrlands voru í gær fluttar yfir landamærin til Íraks. Um eitt hundrað brynvarðir bílar og flutningabílar fluttu hermennina. Reiðir íbúar á yfirráðasvæði Kúrda köstuðu skemmdum ávöxtum og grænmeti í bílalestina. Reuters-fréttastofan hafði eftir Mark Esper, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að til greina komi að hafa hluta hersveitanna nálægt olíulindum í norðausturhluta Sýrlands. Þar gætu þær aðstoðað sveitir Kúrda við að verja lindirnar fyrir mögulegum árásum liðsmanna Íslamska ríkisins. Breski miðilinn The Guardian hefur eftir hinum 56 ára gamla verslunareiganda Khalil Omar að fólk sé mjög reitt og hafi rétt á því vegna framferðis Bandaríkjamanna. „Við sendum börnin okkar til að berjast með þeim gegn ISIS og svo yfirgefa þeir okkur. Það verður erfitt að jafna sig á þessum svikum og ég vona að við munum þetta í framtíðinni.“ Donald Trump sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu aldrei lofað Kúrdum því að vera á svæðinu í 400 ár til að vernda þá. Tímabundnu fimm daga vopnahléi á svæðinu lýkur í kvöld. Erdogan Tyrklandsforseti mun í dag ræða stöðuna á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Erdogan hefur sagt að innrás Tyrkja í Sýrland muni halda áfram eftir að vopnahléinu lýkur. Markmið Tyrkja er að koma á öryggissvæði á 440 kílómetra löngum kafla á landamærunum. Átök síðustu tveggja vikna eru að mati bresku mannréttindastofnunarinnar SOHR talin hafa kostað 120 óbreytta borgara lífið og um 470 liðsmenn hersveita Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld halda því hins vegar fram að 765 hryðjuverkamenn hafi fallið en engir óbreyttir borgarar. Þá hafa um 300 þúsund manns yfirgefið heimili sín og hafa margir Kúrdar flúið yfir landamærin til Íraks. UNICEF greinir frá því að vatnsdælustöðin A’llouk sem sér um 400 þúsund manns fyrir hreinu vatni hafi nú verið óvirk á aðra viku eftir innrás Tyrkja. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Bandarísku hersveitirnar sem staðsettar hafa verið í norðurhluta Sýrlands voru í gær fluttar yfir landamærin til Íraks. Um eitt hundrað brynvarðir bílar og flutningabílar fluttu hermennina. Reiðir íbúar á yfirráðasvæði Kúrda köstuðu skemmdum ávöxtum og grænmeti í bílalestina. Reuters-fréttastofan hafði eftir Mark Esper, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að til greina komi að hafa hluta hersveitanna nálægt olíulindum í norðausturhluta Sýrlands. Þar gætu þær aðstoðað sveitir Kúrda við að verja lindirnar fyrir mögulegum árásum liðsmanna Íslamska ríkisins. Breski miðilinn The Guardian hefur eftir hinum 56 ára gamla verslunareiganda Khalil Omar að fólk sé mjög reitt og hafi rétt á því vegna framferðis Bandaríkjamanna. „Við sendum börnin okkar til að berjast með þeim gegn ISIS og svo yfirgefa þeir okkur. Það verður erfitt að jafna sig á þessum svikum og ég vona að við munum þetta í framtíðinni.“ Donald Trump sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu aldrei lofað Kúrdum því að vera á svæðinu í 400 ár til að vernda þá. Tímabundnu fimm daga vopnahléi á svæðinu lýkur í kvöld. Erdogan Tyrklandsforseti mun í dag ræða stöðuna á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Erdogan hefur sagt að innrás Tyrkja í Sýrland muni halda áfram eftir að vopnahléinu lýkur. Markmið Tyrkja er að koma á öryggissvæði á 440 kílómetra löngum kafla á landamærunum. Átök síðustu tveggja vikna eru að mati bresku mannréttindastofnunarinnar SOHR talin hafa kostað 120 óbreytta borgara lífið og um 470 liðsmenn hersveita Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld halda því hins vegar fram að 765 hryðjuverkamenn hafi fallið en engir óbreyttir borgarar. Þá hafa um 300 þúsund manns yfirgefið heimili sín og hafa margir Kúrdar flúið yfir landamærin til Íraks. UNICEF greinir frá því að vatnsdælustöðin A’llouk sem sér um 400 þúsund manns fyrir hreinu vatni hafi nú verið óvirk á aðra viku eftir innrás Tyrkja.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent