„Les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2019 10:30 Katla Margrét tók á móti Sindra klukkan átta um morgunin og hún var ekki vöknuð þegar hann mætti. „Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
„Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira