Mest spennandi nýliði NBA í langan tíma missir af byrjun tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 11:30 Zion Williamson. Getty/Jonathan Bachman Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers. NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers.
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira