Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55