Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55