Í beinni í kvöld: Evrópumeistarar Liverpool og ósigraðir Íslandsmeistarar Vals í körfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2019 06:00 Klopp og Evrópumeistarar Liverpool verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Getty Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4) Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm í dag til tíu í kvöld. Við byrjum daginn í Hollandi klukkan 16:45 en þá mæta Frank Lampard og lærisveinar hans heimamönnum í Ajax í H-riðli í Meistaradeild Evrópu. Ajax hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum og því ljóst að Chelsea á hörku leik fyrir höndum. Meistaradeildarmessan hefst svo klukkan 18:15 en þar munum við fara yfir alla leiki dagsins í deild þeirra bestu. Klukkan 18:50 hefjast svo beinar útsendingar á fjórum leikjum í Meistaradeildinni. Við sýnum báða leiki E-riðils í beinni en í Belgíu mætast Genk og Liverpool. Evrópumeistararnir þurfa sárlega á sigri að halda eftir að hafa tapað fyrir Napoli í fyrstu umferð. Ítalska liðið heimsækir svo Austurríki þar sem það mætir Salzburg. Erling Braut Haaland, norska ungstirnið sem Manchester United er á höttunum eftir, stefnir eflaust á að skora í sínum þriðja Meistaradeildarleik í röð. Við sýnum einnig báða leiki F-riðils beint. Í Mílanó á Ítalíu eru Borussia Dortmund í heimsókn og þurfa heimamenn í Inter Milan á öllum stigunum að halda svo að Dortmund stingi þá ekki af. Reikna má með öruggum Barcelona sigri í Prag þar sem þeir heimsækja Slavia Prag, sem er líkt og Inter með eitt stig. Öll mörk kvöldsins verða svo í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Ef fótbolti er ekki fyrir ykkur þá sýnum við leik Vals og Keflavíkur í Dominos deild kvenna klukkan 19:05. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa á meðan Keflavík hefur unnið tvo og tapað einum. Um nóttina er svo nóg um að vera í golfinu en við sýnum frá Zozo Meistaramótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni, og BMW meistaramótinu, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.Beinar útsendingar í dag16:45 Ajax-Chelsea (Sport 2) 18:15 Meistaradeildarmessan (Sport) 18:50 Genk-Liverpool (Sport 2) 18:50 Salzburg-Napoli (Sport 3) 18:50 Inter-Dortmund (Sport 4) 18:50 Slavia Prag-Barcelona (Sport 5) 19:05 Valur-Keflavík (Sport 6) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Sport) 02:00 The Zozo Championship (Golf) 03:00 LPGA Tour 2019 (Sport 4)
Dominos-deild kvenna Golf Meistaradeild Evrópu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira