Hefja samstarf við lyfjarisann Pfizer Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Sidekick. . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira