Löggjöf um bætur nauðsynleg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. október 2019 06:00 Jón Magnússon verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar heitins fagnaði sýknudómi með aðstandenum Tryggva í Hæstarétti í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Lögmaður afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar telur frumvarp forsætisráðherra um bótarétt þeirra sem sýknaðir voru af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona nauðsynlegt og eðlilegt skref. Þetta kemur fram í umsögn hans um frumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar. Forsætisráðherra var harðlega gagnrýnd í umræðum um málið á Alþingi fyrr í vikunni. Gagnrýndu lögfræðingar í hópi þingmanna meðal annars að málið væri yfirhöfuð til umfjöllunar á Alþingi en ekki hjá dómstólum þar sem það eigi heima. Lögmenn Guðjóns Skarphéðinssonar og Kristjáns Viðars Júlíussonar hafa einnig sent umsögn um frumvarpið. Báðir eru þeirrar skoðunar að rétt sé að veita bótagreiðslum sérstaka lagastoð, þótt áherslur í umsögnum lögmannanna séu ólíkar. Í umsögn Páls Rúnars eru fjórar meginástæður gefnar fyrir nauðsyn frumvarpsins. Í fyrsta lagi kveði frumvarpið á um að samningar um bætur verði undir handleiðslu forsætisráðherra. Lagastoð þurfi til þess að forsætisráðherra geti stigið inn á verksvið ríkislögmanns sem hefur það hlutverk lögum samkvæmt að koma fram fyrir hönd ríkisins í bótamálum. Þá sé mælt fyrir um skattalega meðferð bóta og samspil þeirra við aðrar greiðslur sem eðlilegt sé að mælt sé fyrir um í lögum. Í þriðja lagi sé rétt að löggjafinn láti sig málið varða með vísan til alvarleika málsins, enda liggi fyrir að um sé að ræða ein alvarlegustu afglöp íslenska ríkisins sem um getur.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar.„Réttarmorð sem gátu ekki átt sér stað nema með því að allar stofnanir íslenska refsivörslukerfisins brygðust hlutverki sínu og skyldum en af leiðingar þess kostuðu þolendur líf þeirra, mannlega reisn og manngildi.“ Í fjórða lagi sé rétt að Alþingi samþykki frumvarpið og greiði þannig fyrir því að málið leysist með lögmætum hætti, en illa hafi gengið að ná lendingu í málinu. Tilraun með svokallaða sáttanefnd hafi mistekist algerlega og aðkoma setts ríkislögmanns ekki verið gagnleg. „Það er ótímabært að stefna inn bótamáli svo lengi sem málið er í eðlilegri þinglegri meðferð. Það er hins vegar allt til reiðu og ljóst að hvergi verður hikað fari svo að málið dragist um of. Að því sögðu verður maður, með hliðsjón af skýlausum bótarétti og afgerandi dómaframkvæmd, að gera ráð fyrir því að íslenska ríkið muni klára þetta mál,“ segir Páll Rúnar aðspurður um málshöfðun. Þótt Páll Rúnar mæli með samþykkt frumvarpsins gerir hann athugasemdir við nokkur atriði í því. Hann gagnrýnir mjög tilvísun til dómafordæma í greinargerð en lögð er áhersla á greiðslu bóta á grundvelli fordæmis héraðsdóms í Vegas-málinu svokallaða, en því máli var ekki áfrýjað. Betri dómafordæmi séu til sem falli betur að máli Tryggva Rúnars og annarra sem frumvarpið tekur til. Sömu sjónarmið eru reifuð í umsögnum annarra lögmanna málsins. Þá gagnrýnir hann að vísað sé til dóms Hæstaréttar frá 1980 sem rangláts dóms. Í því felist gengisfelling á því sem átti sér stað á ábyrgð íslenska ríkisins. Réttast sé að kalla dóminn yfir fólkinu rangan og málsmeðferðina rangláta. Þá hefði mátt gera ungum aldri fólksins skil í greinargerðinni. Tryggvi Rúnar hafi til að mynda borið rangan dóm stærstan hluta lífsins en hann átti alla framtíðina fyrir sér þegar lögreglan flækti hann í málið. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Lögmaður afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar telur frumvarp forsætisráðherra um bótarétt þeirra sem sýknaðir voru af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona nauðsynlegt og eðlilegt skref. Þetta kemur fram í umsögn hans um frumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar. Forsætisráðherra var harðlega gagnrýnd í umræðum um málið á Alþingi fyrr í vikunni. Gagnrýndu lögfræðingar í hópi þingmanna meðal annars að málið væri yfirhöfuð til umfjöllunar á Alþingi en ekki hjá dómstólum þar sem það eigi heima. Lögmenn Guðjóns Skarphéðinssonar og Kristjáns Viðars Júlíussonar hafa einnig sent umsögn um frumvarpið. Báðir eru þeirrar skoðunar að rétt sé að veita bótagreiðslum sérstaka lagastoð, þótt áherslur í umsögnum lögmannanna séu ólíkar. Í umsögn Páls Rúnars eru fjórar meginástæður gefnar fyrir nauðsyn frumvarpsins. Í fyrsta lagi kveði frumvarpið á um að samningar um bætur verði undir handleiðslu forsætisráðherra. Lagastoð þurfi til þess að forsætisráðherra geti stigið inn á verksvið ríkislögmanns sem hefur það hlutverk lögum samkvæmt að koma fram fyrir hönd ríkisins í bótamálum. Þá sé mælt fyrir um skattalega meðferð bóta og samspil þeirra við aðrar greiðslur sem eðlilegt sé að mælt sé fyrir um í lögum. Í þriðja lagi sé rétt að löggjafinn láti sig málið varða með vísan til alvarleika málsins, enda liggi fyrir að um sé að ræða ein alvarlegustu afglöp íslenska ríkisins sem um getur.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar.„Réttarmorð sem gátu ekki átt sér stað nema með því að allar stofnanir íslenska refsivörslukerfisins brygðust hlutverki sínu og skyldum en af leiðingar þess kostuðu þolendur líf þeirra, mannlega reisn og manngildi.“ Í fjórða lagi sé rétt að Alþingi samþykki frumvarpið og greiði þannig fyrir því að málið leysist með lögmætum hætti, en illa hafi gengið að ná lendingu í málinu. Tilraun með svokallaða sáttanefnd hafi mistekist algerlega og aðkoma setts ríkislögmanns ekki verið gagnleg. „Það er ótímabært að stefna inn bótamáli svo lengi sem málið er í eðlilegri þinglegri meðferð. Það er hins vegar allt til reiðu og ljóst að hvergi verður hikað fari svo að málið dragist um of. Að því sögðu verður maður, með hliðsjón af skýlausum bótarétti og afgerandi dómaframkvæmd, að gera ráð fyrir því að íslenska ríkið muni klára þetta mál,“ segir Páll Rúnar aðspurður um málshöfðun. Þótt Páll Rúnar mæli með samþykkt frumvarpsins gerir hann athugasemdir við nokkur atriði í því. Hann gagnrýnir mjög tilvísun til dómafordæma í greinargerð en lögð er áhersla á greiðslu bóta á grundvelli fordæmis héraðsdóms í Vegas-málinu svokallaða, en því máli var ekki áfrýjað. Betri dómafordæmi séu til sem falli betur að máli Tryggva Rúnars og annarra sem frumvarpið tekur til. Sömu sjónarmið eru reifuð í umsögnum annarra lögmanna málsins. Þá gagnrýnir hann að vísað sé til dóms Hæstaréttar frá 1980 sem rangláts dóms. Í því felist gengisfelling á því sem átti sér stað á ábyrgð íslenska ríkisins. Réttast sé að kalla dóminn yfir fólkinu rangan og málsmeðferðina rangláta. Þá hefði mátt gera ungum aldri fólksins skil í greinargerðinni. Tryggvi Rúnar hafi til að mynda borið rangan dóm stærstan hluta lífsins en hann átti alla framtíðina fyrir sér þegar lögreglan flækti hann í málið. Tryggvi Rúnar lést árið 2009
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira